Gareth Bale er duglegur að tala spænsku í Bandaríkjunum síðan hann gerði samning við LAFC þar í landi.
Þetta segir Ilie Sanchez, leikmaður LAFC, en Bale kom til LAFC í sumar á frjálsri sölu frá Real Madrid.
Bale var oft ásakaður um það að neita að tala spænsku er hann var hjá Real og að hann hefði ekki áhuga á að læra tungumálið.
Miðað við orð Sanchez þá eru þær sögusagnir algjört kjaftæði en Bale á það til að svara á spænsku þegar talað er við hann á ensku.
,,Gareth talar við mig á spænsku, ég er eini Spánverjinn í liðinu en aðrir koma frá Suður-Ameríku,“ sagði Sanchez.
,,Hann vill bara tala spænsku við mig, stundum reynum við að tala við hann á ensku en hann svarar á spænsku!„