Breiðablik mun mæta Lilleström frá Noregi eða Royal Antwerp frá Belgíu takist liðinu að bera sigur úr býtum í einvígi sínu gegn tyrkneska liðinu Istanbul Basaksehir í þriðju umferð undankeppni Sambandsdeildar UEFA. Dregið var í lokaumferð undankeppninnar í dag.
Takist Blikum að komast í gegnum þessar hindranir er sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar gulltryggt.
Einvígi liðsins gegn Istanbul hefst á Kópavogsvelli á fimmtudaginn næstkomandi, liðið leikur síðan seinni leikinn í Tyrklandi viku síðar.