fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
433Sport

Gekk berserksgang og lét illa við starfsólk – Sex manna teymi þurfti að fylgja dómaranum úr húsi – „Þetta er gjörsamlega galið“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 2. ágúst 2022 09:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chris Brazell, þjálfari karlaliðs Gróttu, lét öllum illum látum í leik liðsins gegn HK í Kórnum í síðustu viku, sem og eftir hann.

Brazell og þjálfarateymi hans létu vel í sér heyra á meðan leik stóð, þá sérstaklega er þeir vildu meina að leikmaður HK hafi gerst brotlegur í aðdraganda sigurmarks HK í leiknum. Heimamenn unnu leikinn 2-1.

Eftir leik vildi Brazell ná tali af Erlendi Eiríkssyni, dómara leiksins. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net beið hann í um klukkustund fyrir utan klefana til að geta rætt við hann.

Þá kemur fram í frétt miðilins að hegðun Brazell í garð starfsfólks HK hafi ekki verið honum til sóma. Honum hafi að lokum verið vísað úr húsinu.

Málið var rætt í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í gær. Þar kom fram að Erlendur hafi þurft fylgd út úr Kórnum eftir leik.

„Það voru sex menn sem þurftu að labba út með Ella Eiríks, á Íslandi í Kórnum,“ sagði Hrafnkell Freyr Ágústsson, sérfræðingur þáttarins. „Þetta er gjörsamlega galið.“

Hrafnkell telur að stjórnarmenn Gróttu muni bregðast harkarlega við hegðun Brazell. „Þeir hljóta að taka hann gjörsamlega á teppið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Bjarni og Hrafnkell skafa ekki af því – „Það er bara erfitt að horfa á þetta“

Bjarni og Hrafnkell skafa ekki af því – „Það er bara erfitt að horfa á þetta“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Valur staðfestir kaup á Stefáni Gísla – Gerir fimm ára samning

Valur staðfestir kaup á Stefáni Gísla – Gerir fimm ára samning
433Sport
Í gær

Rice um Mbappe: ,,Ég er hreinskilinn náungi“

Rice um Mbappe: ,,Ég er hreinskilinn náungi“
433Sport
Í gær

Íslandsvinurinn hvetur City í að horfa til Liverpool í leit að arftaka Ederson

Íslandsvinurinn hvetur City í að horfa til Liverpool í leit að arftaka Ederson