Það er enginn framherji sem mun semja við Bayern Munchen í sumar en þetta hefur félagið staðfest.
Oliver Kahn, stjórnarformaður félagsins, staðfesti þetta í samtali við Bild en Bayern missti Robert Lewandowski til Barcelona í glugganum.
Þýsku meistararnir bættu við sig leikmanni sem spilar í sókninni en það er hinn 17 ára gamli Mathys Tel sem mun ekki leiða sóknarlínu liðsins.
Bayern ætlar ekki að leysa Lewandowski af hólmi í sumar og mun ekki kaupa framherja.
,,Við munum ekki kaupa nýjan framherja, það eru engar viðræður í gangi, ekki séns,“ sagði Kahn.
,,Við erum með möguleika í núverandi liði, Joshua Zirkzee, Eric Choupo-Moting og svo hinn ungi Mathys Tel.“