Breska ríkissjónvarpið, BBC, neyddist til þess að biðjast afsökunar í gær eftir úrslitaleik EM kvenna sem fór fram á Wembley.
Fótboltinn er loksins kominn heim en England spilaði við Þýskaland í úrslitum og hafði betur 2-1 í framlengingu.
Hin 35 ára gamla Jill Scott varð ansi reið í þessum leik en hún lét þá leikmann Þýskalands, Sydney Lohmann, heyra það eftir tæklingu.
Scott öskraði á Lohmann: ‘farðu til fjandans, helvítis fífl,’ en myndavélar vallarins náðu atvikinu á upptöku.
Sem betur fer heyrðist ekkert hljóð en það var ansi auðvelt að gera sér grein fyrir því hvað þessi reynslumikli leikmaður væri að segja.
Atvikið sjálft má sjá hér.
Not been watching the football, but very happily been watching a loop of this video of Jill Scott saying „fuck off, you fucking prick!“ Genuinely marvellous. pic.twitter.com/CpRtHNpAnH
— Matthew Highton (@MattHighton) July 31, 2022