Það verður hræðilegt fyrir varnarmenn enska boltans að spila við Erling Haaland í vetur en hann kom til Manchester City frá Dortmund í sumar.
Þetta segir Virgil van Dijk, varnarmaður Liverpool, en hann mætti Haaland á laugardag í leiknum um Samfélagsskjöldinn.
Haaland náði sér ekki alveg á strik í þeim leik og klikkaði á meðal annars á dauðafæri í uppbótartíma í 3-1 tapi.
Van Dijk telur þó að um mjög hættulegan framherja sé að ræða og veit hversu erfitt er að mæta honum á v ,,elli.
,,Hann er augljóslega með gæði sem geta gert líf varnarmanna leitt. Hann mun gera líf þeirra hræðilegt á Englandi,“ sagði Van Dijk.
,,Hann er svo beinskeyttur. Hann er með allt saman, hann getur skallað boltann og er fljótur en við náðum að halda honum í skejfum. Hann fékk eitt eða kannski tvö færi en fyrir utan það gerðum við vel.“