Kepa Arrizabalaga er líklega á förum frá Chelsea frá Chelsea í sumar og er á óskalista Napoli fyrir sumarið.
Gianluca Di Marzio er verulega virtur í félagaskiptabransanum og segir að Chelsea sé nálægt því að komast að samkomulagi við Napoli.
Kepa yrði sendur til Ítalíu á láni og myndi þar vinna með Maurizio Sarri en þeir voru saman hjá Chelsea.
Kepa er dýrasti markvörður í sögunni en Napoli getur ekki borgað öll laun leikmannsins og myndi aðeins sjá um 25 prósent.
Chelsea myndi enn borga 75 prósent af launa leikmannsins en myndi fá rúmlega eina milljón punda á móti fyrir lánsverðið.
Kepa fær 150 þúsund pund á viku hjá Chelsea en er ekki inni í myndinni hjá Thomas Tuchel, stjóra liðsins.