Það verða ófáir nýir leikmenn í ensku úrvalsdeildinni í vetur en nú styttist í að sú vinsælasta hefjist á nýjan leik.
Fyrsta umferðin fer fram næsta laugardag en fyrir það var Samfélagsskjöldurinn spilaður á laugardag þar sem Liverpool vann Manchester City, 3-1.
Football Daily hefur nú tekið saman lista yfir dýrustu leikmenn sumarsins á Englandi en ófá lið hafa styrkt sig.
Darwin Nunez er sá dýrasti en hann kom til Liverpool frá Benfica og kostaði 85 milljónir punda.
Richarlison er í næst efsta sætinu eftir komu til Tottenham og þar á eftir situr Erling Braut Haaland sem var keyptur til Manchester City frá Dortmund.
Þennan lista má nálgast hér fyrir neðan.
💰 Most expensive Premier League signings so far
🔴 Darwin Nunez – £85M
⚪️ Richarlison – £60M
🔵 Erling Haaland – £51.1M
⚪️ Kalvin Phillips – £50M
🔵 Raheem Sterling £47.5M
🔴 Gabriel Jesus £45M*Fees include potential add-ons pic.twitter.com/fm6uCbLn41
— Football Daily (@footballdaily) August 1, 2022