Brasilíumaðurinn Neymar átti frábæran leik fyrir Paris Saint-Germain í gær er liðið mætti Nantes.
Um var að ræða leik í franska Ofurbikarnum en PSG hafði betur sannfærandi með fjórum mörkum gegn engu.
Þar mættust deildarmeistararnir og bikarmeistararnir en Nantes átti ekki roð í PSG í viðureigninni.
Neymar skoraði tvö mörk í leiknum í 4-0 sigri og það seinna úr afskaplega skemmtilegri vítaspyrnu.
Neymar var svellkaldur á punktinum og rúllaði boltanum framhjá markverði Nantes sem kom engum vörnum við.
Neymar hefur verið orðaður við brottför í sumar og hefur verið talað um að PSG vilji losna við hann af launaskrá.
Neymar humilha os goleiros no pênalti , mais um pra conta! 🔥🥶pic.twitter.com/VyZFxSRjLB
— neymar jr deprê (@neymarjrdepre) July 31, 2022