Nottingham Forest ætlar sér ekki að falla úr ensku úrvalsdeildinni í vetur og er liðið búið að styrkja sig verulega í sumar.
Forest tryggði sér sinn 12. nýja leikmann í gær er miðjumaðurinn Orel Mangala kom frá Stuttgart.
Forest komst upp í ensku úrvalsdeildina á síðustu leiktíð og hefur nú eytt næstum 100 milljónum punda í nýja leikmenn.
Mangala er nýjasta viðbótin en hann er 24 ára gamall og kostaði um 13 milljónir punda.
Þetta er í fyrsta sinn sem Forest leikur í ensku úrvalsdeildinni síðan 1999 og er metnaðurinn mikill.