Roberto Firmino hefur staðfest það að hann vilji ekki yfirgefa Liverpool í sumar þrátt fyrir sögusagnir um annað.
Firmino verður væntanlega í varahlutverki í vetur eftir komu Darwin Nunez frá Benfica sem og Luis Diaz frá Porto í janúar.
Firmino hefur lengi verið einn helsti maður Liverpool í sókninni en hann kom frá Hoffenheim árið 2015.
Juventus hefur verið orðað við hans þjónustu en Firmino virðist vera mjög ánægður með lífið í Liverpool.
,,Ég elska þetta lið, ég elska borgina og stuðningsmennina. Auðvitað vil ég vera hér áfram,“ sagði Firmino.
Liverpool er einnig með þá Mohamed Salah og Diogo Jota í sókninni en Sadio Mane fór til Bayern Munchen í sumar.