Arsene Wenger, fyrrum stjóri Arsenal, hefur nefnt þann leikmann sem hann sér mest eftir því að hafa misst er hann var hjá félaginu.
Það er fyrrum bakvörðurinn Ashley Cole sem yfirgaf Arsenal fyrir Chelsea árið 2006 og var um tíma einn besti bakvörður heims.
Arsenal var reiðubúið að borga Cole 55 þúsund pund á viku á þessum tíma en hann get þénað helmingi meira hjá Chelsea sem var í eigu Roman Abramovich.
Wenger hefði viljað gera meira á þessum tíma til að halda Cole sem var mjög sigursæll hjá Chelsea.
,,Leikmaðurinn sem ég tel að hafi verið mistök að sleppa var Ashley Cole. Hann kom úr akademíunni og það var misskilningur okkar á milli vegna launanna,“ sagði Wenger.
Cole var uppalinn hjá Arsenal og var mjög óvinsæll á meðal stuðningsmanna liðsins eftir félagaskiptin.