Cristiano Ronaldo sneri aftur á völlinn fyrir Manchester United í gær er liðið spilaði við Rayo Vallecano.
Liðin áttust við í æfingaleik en þau undirbúa sig nú bæði fyrir keppni á Spáni og á Englandi.
Ronaldo er mest umtalaði fótboltamaður veraldar í dag en hann hefur reynt að komast burt frá Man Utd í sumar til að spila í Meistaradeildinni.
Leikurinn í gær var sá fyrsti sem Ronaldo tók þátt í á undirbúningstímabilinu en hann spilaði fyrri hálfleikinn og hélt svo heim.
Ronaldo gaf þó út Twitter færslu í gær þar sem hann segist vera ánægður með að vera kominn aftur.
Þessi færsla hefur fengið yfir 400 þúsund like en margir vonast eftir því að Portúgalinn verði áfram á Old Trafford.
Margir velta því fyrir sér hvort Ronaldo sé nú búinn að samþykkja það að spila með Man Utd í vetur en allir eru þó ekki sammála.
Happy to be back 💪🏽🙏🏽 pic.twitter.com/Fp6dpBTXcb
— Cristiano Ronaldo (@Cristiano) July 31, 2022