Hólmbert Aron Friðjónsson er heitur þessa dagana en hann leikur með Lilleström í norsku úrvalsdeildinni.
Hólmbert skoraði nýlega þrennu fyrir þá gulklæddu í Sambandsdeildinni og kom sér aftur á blað í dag gegn Sarpsborg.
Hólmbert kom inná sem varamaður í fyrri hálfleik og skoraði annað mark Lilleström í 2-0 sigri.
Sveinn Aron Guðjohnsen komst einnig á blað í Svíþjóð í 4-4 jafntefli Elfsborg og Hacken. Sveinn skoraði bæði og lagði upp.
Óli Valur Ómarsson og Aron Bjarnason byrjuðu fyrir Sirius sem tapaði 1-0 heima gegn Mjallby. Aron lék allan leikinn en Óli Valur fór af velli er korter var eftir.
Hákon Rafn Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson léku þá með liði FC Kaupmannahöfn sem tapaði 4-2 gegn Viborg í dönsku úrvalsdeildinni.
Hvorugum leikmanninum tókst að komast á blað að þessu sinni en þetta var annað tap FCK í fyrstu þremur umferðum deildarinnar.
Aron Sigurðarson var einnig í eldlínunni og lék í markalausu jafntefli Horsens við AaB.