Thomas Muller myndi frekar vilja sjá Liverpool vinna ensku úrvalsdeildina en núverandi meistara, Manchester City.
Muller greinir sjálfur frá þessu í samtali við ESPN en hann er goðsögn í þýska boltanum og leikur með Bayern Munchen.
Muller hefur þurft að spila gegn báðum þessum liðum í gegnum tíðina og er aðdáandi ensku deildarinnar og fylgist með.
Muller er að sama skapi mjög vinsæll hjá knattspyrnuaðdáendum en mikill grínisti og hefur gert það gott á bakvið tjöldin í mörg ár.
,,Ég elska að horfa á Man City en þegar ég vil vera stuðningsmaður þá er það Liverpool á Anfield,“ sagði Muller.
Hann hefur sjálfur allan sinn feril spilað með Bayern og á að baki yfir 600 leiki fyrir félagið.