fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
433Sport

EM kvenna: Fótboltinn kom loksins heim – England sigurvegari á Wembley

Victor Pálsson
Sunnudaginn 31. júlí 2022 18:36

LONDON, ENGLAND - JULY 31: Players of England celebrate as Chloe Kelly of England celebrates scoring their side's second goal during the UEFA Women's Euro 2022 final match between England and Germany at Wembley Stadium on July 31, 2022 in London, England. (Photo by Mike Hewitt/Getty Images)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

England 2 – 1 Þýskaland
1-0 Ella Toone(’62)
1-1 Lina Magull(’79)
2-1 Chloe Kelly(‘111)

Fótboltinn kom loksins heim í kvöld þegar að England og Þýskaland áttust við í úrslitaleik EM kvenna.

England var heimalið keppninnar sem hefur verið stórskemmtileg í sumar og mætti virkilega sterku liði Þýskalands.

England komst yfir í kvöld með marki frá Ella Toone á 62. mínútu og varð allt vitlaust á Wembley í kjölfarið.

Þýskaland jafnaði metin þegar 11 mínútur voru eftir er Lina Magull skoraði til að tryggja liðinu framlengingu.

Í framlengingunni skoraði Chloe Kelly eina markið fyrir heimaliðið sem hefur betur 2-1 og gerir betur en karlaliðið sem tapaði í úrslitum EM gegn Ítölum.

Þýskaland spilaði leikinn án lykilmanns en Alexandra Popp er fyrirliði liðsins og meiddist í upphitun sem hjálpaði ekki til.

Tæplega 90 þúsund áhorfendur voru mættir til að sjá England fagna sigri í mótinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Bjarni og Hrafnkell skafa ekki af því – „Það er bara erfitt að horfa á þetta“

Bjarni og Hrafnkell skafa ekki af því – „Það er bara erfitt að horfa á þetta“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Valur staðfestir kaup á Stefáni Gísla – Gerir fimm ára samning

Valur staðfestir kaup á Stefáni Gísla – Gerir fimm ára samning
433Sport
Í gær

Rice um Mbappe: ,,Ég er hreinskilinn náungi“

Rice um Mbappe: ,,Ég er hreinskilinn náungi“
433Sport
Í gær

Íslandsvinurinn hvetur City í að horfa til Liverpool í leit að arftaka Ederson

Íslandsvinurinn hvetur City í að horfa til Liverpool í leit að arftaka Ederson