Það eru stórlið í Evrópu sem eru að fylgjast með gangi mála hjá bakverðinum Alfons Sampsted.
Það er blaðamaðurinn Ekrem Konur sem greinir frá þessu en Alfons er íslenskur landsliðsmaður og spilar í Noregi.
Hann hefur gert frábæra hluti með Bodö/Glimt þar í landi en liðið vakti verulega athygli í Evrópudeildinni síðasta vetur.
Samkvæmt þessum fregnum eru fjögur lið að fylgjast með Alfons og eru það lið í mun stærri gæðaflokki en Bodö/Glimt.
Aston Villa, Lazio, Leverkusen og Lyon eru öll sögð áhugasöm um þennan 24 ára gamla hægri bakvörð.
Alfons á að baki 13 landsleiki fyrir Ísland og hefur leikið með Bodö/Glimt undanfarin tvö ár.
🚨 EXCL •Lazio, Aston Villa, Lyon and Leverkusen are interested in Alfons Sampsted, the 24-year-old right-back from FK Bodø/Glimt.🇮🇸 🟡 #Glimt
🔵#SSLazio 🔵#AVFC ⚪#OL 🔴#Bayer04 pic.twitter.com/fJJNPYaN6u
— Ekrem KONUR (@Ekremkonur) July 31, 2022