fbpx
Fimmtudagur 13.mars 2025
Fréttir

Deilt um hversu margir yfirgáfu brekkuna þegar meintur gerandi steig á svið

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 31. júlí 2022 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Baráttu- og aktívistahópurinn Öfgar hvatti gesti Þjóðhátíðar til að yfirgefa brekkuna á miðnætti í gær, þegar meintur gerandi kynferðisbrota stigi á svið, til að standa með þolendum. Í yfirlýsingu þeirra sagði:

Slaufunarmenning gegn meintum gerendum er ekki til. Ákvörðun þjóðhátíðarnefndar og þögn tónlistarfólks sannar að þràtt fyrir allar byltingarnar sem þolendur og aktívistar hafa staðið fyrir í aldanna rás, að þolendur skipta ykkur engu máli. Að slaufunarmenningin beinist að þolendum. Við skiljum því vel ákvörðun Bleika fílsins að leggja árar í bát þetta árið eftir 10 ár af óeigingjarnri vinnu í erfiðu landslagi. Skilaboðin gætu ekki verið skýrari. Þið tókuð einhliða ákvörðun þegar að þið ákváðuð að það væri mikilvægara að hafa meintan nauðgara beran að ofan uppi á sviði að berja á trommur.

Að lokum viljum við hvetja ykkur sem standið með þolendum að yfirgefa brekkuna þegar hann stígur á svið. Hlutleysi er ekki til. Hlutleysi þýðir afstaða með meintum geranda.“

Twitter-notandinn Auður kveðst hafa verið í brekkunni í gær og taldi ljóst að þriðjungur eða fleiri hafi staðið upp og yfirgefið brekkuna þegar meintur gerandi steig á svið.

Ljóst er þó að deildar meiningar eru uppi um hver stuðningurinn við heróp Öfga var. Í umræðum á samfélagsmiðlum sem skilaboðum lesenda til ritstjórnar  benda margir á að fjölmargir Þjóðhátíðargestir, sérstaklega börn og eldra fólk, haldi til hvílu upp úr miðnætti og því hafi brotthvarf þeirra ekkert að gera með hinn meinta geranda sem steig á svið.

Ekki liggur því fyrir hversu mikil áhrif hvatning Öfga hafði á fjölda áhorfenda.

Uppfært: Í fyrri útgáfu fréttarinnar var fyrirsögnin „Þriðjungur sagður hafa yfirgefið brekkuna þegar meintur gerandi steig á svið“. Ljóst er þó á viðbrögðum að það er umdeilanlegt og því þótti sanngjarnara að breyta fyrirsögninni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Geðvernd og SÍBS áfram í pattstöðu út af Reykjalundi – Rúmlega hálfrar aldar gamall samningur ódrepandi enn þann dag í dag

Geðvernd og SÍBS áfram í pattstöðu út af Reykjalundi – Rúmlega hálfrar aldar gamall samningur ódrepandi enn þann dag í dag
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sýður upp úr hjá Sósíalistum: Segist hafa upplifað útskúfun fyrir að segja sannleikann „um ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot Gunnars Smára“

Sýður upp úr hjá Sósíalistum: Segist hafa upplifað útskúfun fyrir að segja sannleikann „um ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot Gunnars Smára“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Manndrápsmálið: Gæsluvarðhalds krafist – Búið að leiða einn fyrir dómara

Manndrápsmálið: Gæsluvarðhalds krafist – Búið að leiða einn fyrir dómara
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Manndrápsmálið: Þrír lausir úr haldi lögreglu

Manndrápsmálið: Þrír lausir úr haldi lögreglu
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Íslendingar steinhissa á Trump: „Þetta á eftir að enda með einhverjum ferlegum ósköpum“

Íslendingar steinhissa á Trump: „Þetta á eftir að enda með einhverjum ferlegum ósköpum“
Fréttir
Í gær

Jóhanna og Steinunn misstu syni sína unga – Hvernig er hægt að lifa með brostið hjarta?

Jóhanna og Steinunn misstu syni sína unga – Hvernig er hægt að lifa með brostið hjarta?
Fréttir
Í gær

Manndrápsmálið: Sjötti handtekinn eftir eftirför – Konu leitað

Manndrápsmálið: Sjötti handtekinn eftir eftirför – Konu leitað
Fréttir
Í gær

Fimm aðilar í haldi lögreglu vegna andláts manns

Fimm aðilar í haldi lögreglu vegna andláts manns
Fréttir
Í gær

Nauðsynlegt að koma á eðlilegri samskiptum við Rússland þó að samskiptin verði ekki góð lengi

Nauðsynlegt að koma á eðlilegri samskiptum við Rússland þó að samskiptin verði ekki góð lengi