Cristiano Ronaldo mun spila með Manchester United í dag sem leikur við Rayo Vallecano.
Þetta hefur stjóri enska liðsins, Erik ten Hag, staðfest en Ronaldo hefur verið í umræðunni í allt sumar.
Ronaldo vill komast burt frá Man Utd til að spila í Meistaradeildinni og er því orðaður við þónokkur félög.
Hingað til hefur Ronaldo ekkert tekið þátt á undirbúningstímabili Man Utd en mun spila leikinn í dag sem hefst 15:00.
Það eru fá félög sem geta borgað launapakka Ronaldo en hann hefur aldrei áður spilað í Evrópudeildinni og vill ekki byrja á því 37 ára gamall.