fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
433Sport

Vongóður eftir komu moldríkra eigenda – ,,Við erum sofandi risi“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 31. júlí 2022 16:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kieran Trippier, leikmaður Newcastle, sparar ekki stóru orðin fyrir komandi tímabil þar sem margir búast við miklu frá félaginu.

Newcastle er nú í eigu moldríkra eigenda en Trippier gekk í raðir liðsins frá Atletico Madrid í janúar.

Bakvörðurinn segir að allt sé búið að breytast hjá félaginu undanfarna mánuði og segir að um sofandi risa sé að ræða.

Stefnan er sett hátt fyrir næstu leiktíð og mun liðið væntanlega styrkja sig meira í glugganum áður en nýtt tímabil hefst.

,,Það er allt búið að breytast hérna, eigandinn, starfsfólkið, stjórinn, nýir leikmenn og allir eru spenntir,“ sagði Trippier.

,,Sem leikmenn þá þurfum við að skila okkar. Allir standa saman, borgin stendur saman og það þarf að hrósa eigendunum líka.“

,,Við erum sofandi risi, borgin er byrjuð að trúa á ný. Ég þekkti stuðningsmenn Newcastle áður en ég kom og vissi við hverju ég átti að búast en ástríðan hefur svo sannarlega komið mér á óvart.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Bjarni og Hrafnkell skafa ekki af því – „Það er bara erfitt að horfa á þetta“

Bjarni og Hrafnkell skafa ekki af því – „Það er bara erfitt að horfa á þetta“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Valur staðfestir kaup á Stefáni Gísla – Gerir fimm ára samning

Valur staðfestir kaup á Stefáni Gísla – Gerir fimm ára samning
433Sport
Í gær

Rice um Mbappe: ,,Ég er hreinskilinn náungi“

Rice um Mbappe: ,,Ég er hreinskilinn náungi“
433Sport
Í gær

Íslandsvinurinn hvetur City í að horfa til Liverpool í leit að arftaka Ederson

Íslandsvinurinn hvetur City í að horfa til Liverpool í leit að arftaka Ederson