Liverpool er búið með æfingaleiki sína í Austurríki en liðið tapaði 1-0 gegn Red Bull Salzburg á miðvikudaginn.
Liverpool er að undirbúa sig fyrir keppni í ensku úrvalsdeildinni eins og önnur félög en hún hefst í næsta mánuði.
Jurgen Klopp og hans menn spila fyrsta leikinn gegn Fulham þann 6. ágúst en í gær lék liðið gegn Manchester City í Samfélagsskildinum og vann 3-1 sigur.
Liverpool mun spila æfingaleik á milli þessara leikja en hann verður gegn Strasbourg frá Frakklandi.
Liverpool mun því spila æfingaleik eftir að tímabilið á Englandi hefst sem er ekki venjan en Klopp vill sjá til þess að allir séu reiðubúnir fyrir það sem koma skal.
Leikurinn við Strasbourg fer fram í dag klukkan 18:30 og má búast við því að margir leikmenn fái tækifæri sem spiluðu ekki við Man City í gær.