Maxi Rodriguez sagði lygi er hann var við það að ganga í raðir Liverpool frá Atletico Madrid árið 2010.
Rodriguez hefur sjálfur opnað sig um málið en Rafael Benitez var á þessum tíma stjóri Liverpool og talaði spænsku líkt og Rodriguez.
Benitez vildi að allir leikmenn liðsins gætu talað ensku og eftir að Rodriguez laug því að hann gæti talað tungumálið var samið við leikmanninn.
,,Rafa Benitez sagði við mig að það væri mjög mikilvægt að allir myndu tala ensku,“ sagði Rodriguez.
,,Þegar hann spurði mig þá svaraði ég játandi, auðvitað tala ég ensku. Ég vildi ekki að viðræðurnar myndu sigla í strand svo ég laug.“
,,Þegar ég kom þá var haldinn blaðamannafundur og Rafa sagði við mig að ég þyrfti að tala fyrst svo myndi hann taka yfir.“
,,Ég sagði honum að það eina sem ég kynni að segja væri halló. Hann sagði við mig að ég væri tíkarsonur. Við hlógum að þessu að lokum en eftir þetta lærði ég tungumálið.“