Jón Dagur Þorsteinsson komst á blað fyrir lið OH Leuven í Belgíu í dag er liðið spilaði við Westerlo.
Jón Dagur kom til Leuven í sumar frá AGF í Danmörku og byrjar vel með sínu nýja félagi.
Vængmaðurinn skoraði fyrra mark Leuven í 2-0 sigri en hann kom boltanum í netið á 13. mínútu.
Leuven hefur farið virkilega vel af stað í hollensku úrvalsdeildinni og er á toppnum með sex stig.
Liðið hefur enn ekki fengið á sig mark eftir fyrstu tvær umferðirnar en liðið vann Kortrijk 0-2 í fyrstu umferð.