Xavi, stjóri Barcelona, hefur tjáð varnarmanninum Gerard Pique að það væri best ef hann færi frá félaginu í sumar.
Frá þessu greinir Sport á Spáni en Pique hefur ekki sýnt mikinn metnað í sumar og er að hugsa meira um önnur mál eins og skilnað við söngkonuna Shakira.
Xavi hefur ekki áhuga á að nota þennan 35 ára gamla leikmann í sumar og hefur sagt honum að finna sér nýtt lið.
Jules Kounde er kominn til Börsunga frá Sevilla sem og Andreas Christensen frá Chelsea og verða þeir númer eitt undir Xavi.
Bæði Eric Garcia og Ronald Araujo eru einnig á undan Pique í goggunarröðinni en hann hefur leikið með félaginu í 14 ár.