Tímabilið á Englandi hefst í dag en lið Liverpool og Manchester City eigast við á King Power vellinum í Leicester.
Það styttist í að enska úrvalsdeildin fari af stað en hún fer í gang þann 6. ágúst næstkomandi.
Fyrsti leikur tímabilsins er alltaf spilaður í Samfélagsskildinum þar sem Englandseistararnir og bikarmeistarar eigast við.
Margir eru spenntir fyrir viðureign dagsins og hér fyrir neðan má nálgast byrjunarliðin í leiknum sem hefst klukkan 16:00.
Liverpool: Adrian, Alexander-Arnold, Matip, Van Dijk, Robertson, Fabinho, Henderson, Thiago, Diaz, Salah, Firmino
Man City: Ederson, Walker, Dias, Ake, Cancelo, Rodri, Bernardo, De Bruyne, Mahrez, Haaland, Grealish.