Það er enginn hjá Atletico Madrid að tala um mögulega komu Cristiano Ronaldo en hann er sterklega orðaður við félagið.
Ronaldo vill komast burt frá Manchester United í sumar og spila í Meistaradeildinni og er Atletico talinn líklegur áfangastaður.
Það er þó ekki eitthvað sem er á milli tannnana hjá leikmönnum Atletico segir fyrirliði liðsins, Koke.
Koke segist hafa fulla trú á þeim leikmönnum sem eru hjá félaginu í dag og er ekki að hugsa um mögulega komu Portúgalans.
,,Það er enginn að tala um Cristiano Ronaldo í búningsklefanum, samherjar mínir eru frábærir,“ sagði Koke.
,,Við erum með framherja frá Argentínu, Brasilíu, Portúgal, Frakklandi og Spáni. Þetta eru frábærir leikmenn sem geta afrekað flotta hluti, ég treysti þeim öllum.“