Red Bull Salzburg bauð upp á ansi skemmtilegr grín í gær en enska Twitter síða liðsins hefur vakið töluverða athygli.
Manchester United er að fylgjast með framherjanum Benjamin Sesko hjðá Salzburg en hann skoraði eina markið fyrir liðið í 1-0 sigri á Liverpool í vikunni.
,,Við viljum fá 300 milljónir og Bruno,“ skrifaði Salzburg eftir að orðrómurinn um Man Utd byrjaði og eiga þar við miðjumanninn Bruno Fernandes.
Eftir markið gegn Liverpool þá er þessi verðmiði búinn að hækka og vill Salzburg nú fá einn milljarð punda, Bruno sem og miðjumanninn Fred.
Sesko er talinn gríðarlegt efni og einn mest spennandi framherji Evrópu en hann er samningsbundinn til 2026.
Þetta ágæta grín má sjá hér fyrir neðan.
Update: We now want 1 billion, Bruno and Fred the Red for Sesko. https://t.co/xgha9v16b3
— FC Red Bull Salzburg EN (@FCRBS_en) July 27, 2022