Bæði Diogo Jota og Alisson verða ekki með Liverpool í dag sem spilar við Manchester City í fyrsta leik tímabilsins.
Spilað er um Samfélagsskjöldinn en þar eigast við bikarmeistarar síðasta tímabils sem og Englandsmeistarar.
Það er ansi mikið áfall fyrir Liverpool að missa báða þessa leikmenn og þá sérstaklega Alisson sem spilar í markinu.
Adrian mun þess í stað spila í marki Liverpool en hann hefur ekki alltaf verið mjög sannfærandi á milli línanna hjá liðinu. Adrian er þriðji markmaður Liverpool en Caoimhin Kelleher er einnig frá og spilar ekki.
Liverpool vonast þó til þess að Alisson verði klár fyrir fyrsta leik ensku deildarinnar sem er gegn Fulham þann 6. ágúst.
Búist er við að Jota verði lengur frá en Alisson og á í hættu á að missa af fyrstu umferðinni.