West Ham er ákveðið í því að bæta við sig hinum fjölhæfa Piotr Zielinski í sumar sem spilar með Napoli.
Frá þessu greina ítalskir miðlar en Zielinski hefur heyrt af áhuga West Ham og var alls ekki það spenntur.
Zielinski er ekki það hrifinn af hugmyndinni að spila fyrir West Ham en gæti hins vegar ákveðið að færa sig þrátt fyrir það.
Peningarnir í ensku úrvalsdeildinni tala en Zielinski gæti þénað um sex milljónir evra í árslaun í London.
Það er mun meira en leikmaðurinn fær hjá Lazio en kaupverðið væri í kringum 40 milljónir evra.
West Ham er tilbúið að borga 30 milljónir evra en West Ham tekur ekki í mál að ræða sölu fyrir undir 40 milljónir.