Jules Kounde var búinn að samþykkja það að ganga í raðir Chelsea og var enska félagið búið að ná samkomulagi við leikmanninn.
Vinnubrögð Chelsea urðu félaginu hins vegar að falli en Kounde hefur nú skrifað undir hjá Barcelona.
Þetta segir Monchi, yfirmaður knattspyrnumála hjá Sevilla, en varnarmaðurinn hafðí verið orðaður við Chelsea í allt sumar og virtist vera á leið til félagsins.
,,Fyrr í sumar voru fleiri félög áhugasöm en í síðustu viku var Chelsea eina liðið sem stóð eftir,“ sagði Monchi.
,,Síðasta fimmtudag náðum við munnlegu samkomualagi við Chelsea og liðið var búið að ná samkomulagi við leikmanninn. Það var búið að selja hann til félagsins, þetta var allt klárt.“
,,Svo komu efasemdir upp sem snerust ekki um gæði leikmannsins heldur hvort hann myndi henta hugmyndafræði félagsins.“
,,Barcelona kom til sögunnar í fyrsta sinn síðusu helgi og þá ræddi ég í fyrsta sinn við yfirmann knattspyrnumála félagsins, það gerðist á mánudag.“
,,Chelsea vildi koma aftur í baráttuna en tilboð Barcelona var betra og leikmaðurinn vildi fara þangað.“