Rosenborg í Noregi hefur mikinn áhuga á að fá leikmanninn Ísak Snæ Þorvaldsson frá Breiðabliki.
Frá þessu greinir Lucas Arnold á Twitter í kvöld en hann sérhæfir sig í íslenskum fótbolta.
Rosenborg er nýbúið að tryggja sér Kristal Mána Ingason frá Víkingum og ku Ísak vera næstur á blaði.
Þessir tveir leikmenn hafa verið þeir bestu á Íslandsmótinu í sumar en Ísak hefur vakið verulega athygli í sóknarsinnuðu liði Blika.
Samkvæmt Lucas munu engin félagaskipti eiga sér stað þó fyrr en Blikar klára verkefni sitt í Sambandsdeildinni.
🚨 Rosenborg, who have just bought Kristall Máni, are also seriously interested in signing Ísak Snær from @BreidablikFC. Seems the deal won’t happen until Blix’s European run is concluded but it then could move very quickly.
— Lucas Arnold (@FotboltiLucas) July 29, 2022