Christian Eriksen, nýr leikmaður Manchester United, hefur nefnt tvo leikmenn sem hann leit upp til í æsku.
Eriksen samdi við Man Utd í sumar eftir stutt stopp hjá Brentford en hann var áður hjá bæði Tottenham og Inter Milan.
Francesco Totti er ein af hetjum Eriksen sem spilaði mikið tölvuleikinn Football Manager er hann var yngri.
Einnig nefnir Eriksen landa sinn Michael Laudrup sem er einn besti leikmaður í sögu danska boltans.
,,Ég átti nokkrar hetjur. Það var Francesco Totti því á þessum aldri spilaði ég mikið Football Manager og þjálfaði þar Roma!“ sagði Eriksen.
,,Eftir honum kemur Michael Laudrup. Sem Dani þá get ég valið hann en í heildina þá var ég ekki með margar fyrirmyndir.“
,,Ég vildi helst sjálfur spila leikinn og einbeita mér að mínum