Ansi sérstakt atvik átti sér stað í leik Atletico Madrid og Numancia á dögunum en liðin áttust við í æfingaleik.
Bæði þessi lið eru að undirbúa sig fyrir keppni á Spáni en nú styttist í að stærstu deildir Evrópu fari af stað á ný.
Koke, fyrirliði Atletico, var að undirbúa sig fyrir að taka hornspyrnu er ungur stuðningsmaður gekk að honum.
Þessi stuðningsmaður vildi fá að taka sjálfsmynd eða ‘selfie’ með leikmanninum sem samþykkti boðið og var myndin tekin.
Ansi sértakt en þetta má sjá hér fyrir neðan.
El selfie del chaval con Koke. Qué grande jajajaja pic.twitter.com/ohgVUk44V4
— Iván (@IvanBlanco_26) July 27, 2022