KÍ Klaksvík í Færeyjum bauð upp á gott grín á Twitter í gær. Þar bauð félagið tuttugu rollur í staðinn fyrir Cristiano Ronaldo, leikmann Manchester United.
Framtíð Ronaldo er í mikilli óvissu og hefur Portúgalinn verið mikið í umræðunni undanfarið. Hann vill komast frá Manchester United, ári eftir að hann gekk til liðs við félagið. Liðið olli vonbrigðum á síðustu leiktíð og hafnaði í sjötta sæti. Man Utd spilar því ekki í Meistaradeildinni á komandi leiktíð.
Ronaldo hefur verið orðaður við fjölda félaga í sumar. Það er þó eins og ekkert þeirra sé til í að taka sénsinn á því að fá hann.
„Við höfum boðið tuttugu bestu kindur okkar í skiptum fyrir Ronaldo. Við bíðum nú eftir skilaboðum frá United,“ segir á Twitter-síðu KÍ.
We have submitted an offer of our 20 best sheeps for Ronaldo. We are currently waiting a response from United. 😉 https://t.co/brPBJLz1uw
— KÍ (@KI_Klaksvik) July 28, 2022