fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
433Sport

Fallið frá einni ásökun á leikmanninn sem sakaður er um nauðgun

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 29. júlí 2022 08:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fallið hefur verið frá einni af þremur ásökunum á leikmann í ensku úrvalsdeildinni um kynferðisbrot. Maðurinn var á dögunum kærður fyrir þrjú brot, þar á meðal fyrir nauðgun.

Maðurinn var handtekinn fyrr í þessum mánuði á heimi sínu í Barnet í Norður-Lundúnum, þaðan sem hann fór í gæsluvarðhald áður en hann var aftur handtekinn, grunaður um tvö brot til viðbótar.

Leikmaðurinn hefur ekki verið nafngreindur í fjölmiðlum af lagalegum ástæðum. Hann er hins vegar sagður lykilmaður í sínu félagsliði og á leið á heimsmeistaramótið í Katar með landsliði sínu síðar á þessu ári. Þá kemur fram að leikmaðurinn sé á þrítugsaldri.

Leikmaðurinn átti að vera laus gegn tryggingu þar til í ágúst en hún hefur verið framlengd þar til í október.

Félag leikmannsins hefur staðfest að það ætli ekki að setja hann í bann á meðan rannsókn stendur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Bjarni og Hrafnkell skafa ekki af því – „Það er bara erfitt að horfa á þetta“

Bjarni og Hrafnkell skafa ekki af því – „Það er bara erfitt að horfa á þetta“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Valur staðfestir kaup á Stefáni Gísla – Gerir fimm ára samning

Valur staðfestir kaup á Stefáni Gísla – Gerir fimm ára samning
433Sport
Í gær

Rice um Mbappe: ,,Ég er hreinskilinn náungi“

Rice um Mbappe: ,,Ég er hreinskilinn náungi“
433Sport
Í gær

Íslandsvinurinn hvetur City í að horfa til Liverpool í leit að arftaka Ederson

Íslandsvinurinn hvetur City í að horfa til Liverpool í leit að arftaka Ederson