Fallið hefur verið frá einni af þremur ásökunum á leikmann í ensku úrvalsdeildinni um kynferðisbrot. Maðurinn var á dögunum kærður fyrir þrjú brot, þar á meðal fyrir nauðgun.
Maðurinn var handtekinn fyrr í þessum mánuði á heimi sínu í Barnet í Norður-Lundúnum, þaðan sem hann fór í gæsluvarðhald áður en hann var aftur handtekinn, grunaður um tvö brot til viðbótar.
Leikmaðurinn hefur ekki verið nafngreindur í fjölmiðlum af lagalegum ástæðum. Hann er hins vegar sagður lykilmaður í sínu félagsliði og á leið á heimsmeistaramótið í Katar með landsliði sínu síðar á þessu ári. Þá kemur fram að leikmaðurinn sé á þrítugsaldri.
Leikmaðurinn átti að vera laus gegn tryggingu þar til í ágúst en hún hefur verið framlengd þar til í október.
Félag leikmannsins hefur staðfest að það ætli ekki að setja hann í bann á meðan rannsókn stendur.