Samkvæmt Aftonbladet í Svíþjóð er búið að reka Milos Milojevic úr starfi þjálfara Malmö.
Malmö er í fimmta sæti sænsku úrvalsdeildarinnar og féll úr leik í annari umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu gegn Zalgiris frá Litháen. Sænsku meistararnir fara því nú í undankeppni Evrópudeildarinnar.
Sæti Milosar hefur verið heitt lengi og nú virðist sem hann fái að fjúka. Aftonbladet segir að félagið muni staðfesta þetta á eftir.
Milos þjálfaði á árum áður bæði Breiðablik og Víking Reykjavík.
Hann sneri aftur til Íslands á dögunum til að mæta Víkingi í undankeppni Meistaradeildarinnar. Þar fór Malmö með nauman sigur af hólmi, þrátt fyrir að vera manni fleiri stóran hluta einvígisins.
Uppfært klukkan 12:45: Malmö hefur staðfest að búið sé að reka Milos.