fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Pressan

Gerir út af við mýtu um tölvuleikjaspilun

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 31. júlí 2022 20:00

Skjáskot úr tölvuleiknum Call of Duty: Modern Warfare 2

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Upplifir þú oft að kærastan/kærastinn þinn eða foreldrar þínir skammist yfir því að þú eyðir of miklum tíma í að spila tölvuleiki? Ef svo er þá skaltu benda þeim á að lesa þessa grein.

Niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna nefnilega að litlar sannanir eru fyrir því að tölvuleikjaspilun geti verið skaðleg.  39.000 tölvuleikjaspilarar tóku þátt í rannsókninni og niðurstaða hennar er að ekki sé hægt að sanna að það að spila tölvuleiki geti skaðað velferð fólks. BBC skýrir frá þessu.

En rannsóknin leiddi einnig í ljós að það eykur ekki gleði fólks að spila tölvuleiki. „Rannsóknin okkar sýnir að óháð hversu langan tíma maður notar almennt í að spila tölvuleiki þá hefur það í raun ekki nein áhrif á vellíðan,“ sagði Andrew Przybylski, vísindamaður við Oxfordháskóla, sem vann að rannsókninni.

Ef fólk eyðir meira en tíu klukkustund á dag í tölvuleikjaspilun getur það haft áhrif á vellíðan. Przybylski sagði að það tengist frekar ástæðunum fyrir að fólk spilar svo lengi í einu.

Vísindamennirnir höfðu aðgang að gögnum frá SonyMicrosoft og Nintendo. Þeir fengu sendar upplýsingar um 39.000 tölvuleikjaspilara og tölvuleikjaspilun þeirra í sex vikur. Spilararnir spiluðu eftirfarandi leiki: Animal Crossing‘, ‘New Horizons‘, ‘Apex Legends‘, ‘Eve Online‘, ‘Forza Horizon 4′, ‘Gran Turismo Sport’ og ‘The Crew 2′.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið