Hólmbert Aron Friðjónsson átti stórleik fyrir lið Lilleström í kvöld sem mætti SJK frá Finnlandi í Sambandsdeildinni.
Seinni leikur lipanna fór fram í kvöld en Lilleström vann fyrri leikinn 1-0 á útivelli og var í góðri stöðu.
Sigur norska liðsins var aldrei í hættu í kvöld en liðið hafði betur 5-2 og 6-2 samanlagt.
Hólmbert var án efa maður leiksins í kvöld en hann skoraði þrennu fyrir heimaliðið í burstinu.
Sveinn Aron Guðjohnsen byrjaði á sama tíma fyrir lið Elfsborg sem er úr leik eftir tap gegn Molde. Elfsborg er sannfærandi úr leik samanlagt, 6-2.
Samúel Kári Friðjónsson og Patrik Gunnarsson léku báðir fyrir Viking sem vann lið Sparta Prag 2-1 á heimavelli. Fyrri leiknum lauk með markalausu jafntefli og er Viking þvðí komið áfram.
Sverrir Ingi Ingason og félagar í PAOK eru þá úr leik eftir 3-1 tap samanlagt gegn Levski Sofia. Sverrir lék í 1-1 jafntefli í kvöld.