Buducnost 2 – 1 Breiðablik
1-0 Branislav Jankovic (’37)
1-1 Ísak Snær Þorvaldsson (’50)
2-1 Vladan Adzic (’86)
Breiðablik er komið áfam í Sambandsdeild Evbrópu eftir leik við Buducnost frá Svartfjallalandi í kvöld.
Um var að ræða seinni leik liðanna af tveimur en Blikar unnu fyrri leikinn 2-0 heima á Kópavogsvelli.
Buducnost var þó til alls líklegt á sínum heimavelli og hafði betur í kvöld, 2-1.
Ísak Snær Þorvaldsson skoraði eina mark Breiðabliks snemma í seinni hálfleik eftir að Svartfellingarnir höfðu komist yfir.
Sigurmark Buducnost var skorað á 86. mínútu en liðið kemst ekki áfram með markatölunni 2-1 og hafa Blikar betur, 3-2.