fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Hreytti fúkyrðum í Hönnu á endurvinnslustöðinni – „Hef aldrei lent í öðrum eins dónaskap“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 28. júlí 2022 17:00

Mynd/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hanna, íbúi á Selfossi, lenti í leiðinlegu atviki í dag þegar hún gerði sér ferð á endurvinnsluna til að fara með dósir. Eftir að hún hafði bakkað bílum sínum í stæði og farið inn með dósirnar mætti hún mjög glaðlegum og kurteisum starfsmanni. Þegar Hanna var að leggja dósirnar frá sér kom hins vegar maður sem var ekki jafn kurteis og starfsmaðurinn.

Maðurinn sem um ræðir kom í endurvinnsluna á jeppa en að sögn Hönnu lagði hann bíl sínum alveg upp við bílinn hennar. Hanna segir að bilið á milli bílanna hafi verið svo lítið að það kæmist varla köttur á milli þeirra. „Heppni að hann hafi hreinlega ekki klesst á hann,“ segir hún um atvikið í færslu sem hún birti í Facebook-hóp íbúa á Selfossi í dag en Hanna veitti DV góðfúslegt leyfi til að fjalla um efni færslunnar.

„Ég bið hann um að færa bílinn svo ég komist inn í bílinn minn og hann svarar á ensku „later wait“. Ég er núna búin að græja mínar flöskur og fer aftur til hans og bið hann í kurteisi um að færa bílinn, ég sé að flýta mér,“ segir Hanna í færslunni.

Hún segir að maðurinn hafi brugðist illa við þessu. „Hreytir í mig að ég kunni ekki að leggja bíl, ég ætti bara að læra það og drulla mér í burtu á minni ljótu druslu.“

Í samtali við DV segir Hanna að 9 ára sonur hennar hafi orðið skíthræddur við þessi viðbrögð mannsins en henni var einnig sjálfri brugðið. „Þetta fór agalega illa í mig og son minn sem varð skíthræddur og ég skalf,“ segir hún í samtali við blaðamann. Hanna lét þó manninn ekki komast upp með dónaskapinn og svaraði honum í sömu mynt. „Ég sagði að bíllinn minn væri rétt lagður og væri í stæði og hann skyldi færa sinn bíl undir eins,“ segir hún.

„Hef aldrei lent í öðrum eins dónaskap.“

Maðurinn brást þá enn verr við og hreytti fleiri fúkyrðum í átt að Hönnu og syni hennar. „Ég væri bara vitlaus kelling á druslubíl sem kynni ekki að leggja. Þótt ég sé kona þá kann ég að bakka í stæði,“ segir hún.

Hanna segir að hún hafi birt færsluna um málið í þeim tilgangi að minna fólk á að vera kurteist og sýna tillitssemi, sérstaklega fyrir framan börn. „Bros og kurteisi er gott veganesti,“ segir hún og minnir á að kurteisin er ókeypis og margborgar sig. Að lokum segir hún svo að konur séu ekkert verri en karlmenn að leggja bíl.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona föst inni á salerni

Kona föst inni á salerni
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans