fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
433Sport

Stefán Pálsson gagnrýnir samkomulag Stjörnunnar og Fram harkalega – „Engum þætti slíkt samkomulag eðlilegt“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 28. júlí 2022 16:00

Stefán Pálsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Gauti Guðjónsson mun ekki spila með Fram gegn Stjörnunni í næstu viku. Er þetta vegna samkomulags sem félögin gerðu á milli sín þegar leikmaðurinn gekk í raðir Fram frá Stjörnunni á dögunum.

Einhverjir hafa gagnrýnt þetta. Þar á meðal er Stefán Pálsson, Framari og sagnfræðingur.

Hann ritar eftirfarandi pistil á Facebook-síðu sína:

Ég hef skammast yfir þessu áður og geri það enn á ný jafnvel þótt mínir menn komi nú við sögu.
Í mínum huga eru svona samningar eiginlega ekkert annað en svindl og brot á reglum. Hugsum okkur ef upp kæmist að fjársterkt lið í deildinni borgaði mótherjum fyrir að hvíla sína bestu menn. Engum þætti slíkt samkomulag eðlilegt og líklega yrði báðum félögum refsað. – Það er samt enginn eðlismunur á slíku og þessu hér, þar sem Fram og Stjarnan gera viðskiptasamning sín á milli og hluti af því samkomulagi er að Fram stilli fram veikara liði gegn Stjörnunni en öllum öðrum félögum.
Ljótt, ljótt sagði fuglinn!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Bjarni og Hrafnkell skafa ekki af því – „Það er bara erfitt að horfa á þetta“

Bjarni og Hrafnkell skafa ekki af því – „Það er bara erfitt að horfa á þetta“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Valur staðfestir kaup á Stefáni Gísla – Gerir fimm ára samning

Valur staðfestir kaup á Stefáni Gísla – Gerir fimm ára samning
433Sport
Í gær

Rice um Mbappe: ,,Ég er hreinskilinn náungi“

Rice um Mbappe: ,,Ég er hreinskilinn náungi“
433Sport
Í gær

Íslandsvinurinn hvetur City í að horfa til Liverpool í leit að arftaka Ederson

Íslandsvinurinn hvetur City í að horfa til Liverpool í leit að arftaka Ederson