Þeir Christian Eriksen og Lisandro Martinez hafa fengið treyjunúmer fyrir komandi leiktíð.
Eriksen gekk í raðir Man Utd á dögunum á frjálsri sölu. Hann var á mála hjá Brentford seinni hluta síðustu leiktíðar. Daninn gerði stuttan samning við félagið í janúar eftir að hafa losað sig frá Inter. Eins og flestir vita fór Eriksen í hjartastopp í leik með Dönum síðasta sumar.
Eriksen mun leika í treyju númer 14 hjá Man Utd. Hann vildi vera númer 8 en Bruno Fernandes spilar í því númeri, eftir brottför Juan Mata í sumar.
Martinez er miðvörður sem kemur frá Ajax. Hann getur einnig leikið í stöðu vinstri bakvarðar og á miðjunni. Arsenal hafði einnig áhuga á Argentínumanninum en Man Utd hafði að lokum betur.
Martinez mun spila í treyju númer 6 hjá Man Utd.