fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Eyjan

Ritdeilur á síðum Fréttablaðsins leiða til kæru til siðanefndar

Eyjan
Fimmtudaginn 28. júlí 2022 12:25

Þórólfur Matthíasson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birkir Leós­son, end­ur­skoð­and, hyggst kæra Þórólf Matth­í­as­son hag­fræði­pró­fessor við Háskóla Íslands, til siða­nefndar skólans. Ástæðan er ritdeila þeirra á milli sem átt hefur sér stað á síðum Frétta­blaðs­ins undanfarnar vikur. Þetta kemur fram í grein Birkis í Fréttablaðinu í dag.

Í greininni segir Birkir að hann hafi ákveðið að kæra Þórólf til siða­nefnd­ar­innar þar sem það sé „ó­líð­andi að pró­fessor á háum launum af skatt­fé saki aðra opin­ber­­lega að til­­efn­is­­lausu um fjár­­svik, önnur lög­­brot, van­hæfni, geri mönnum upp skoð­an­ir, hafi rangt eftir mönn­um, haldi í­trekað fram ó­sann­indum o.s.frv.“ og segir Birkir að með slíkri fram­göngu skaði Þórólfur orð­­spor há­­skól­ans.

Kaup Síldarvinnslunnar á útgerðarfyrirtækinu Vísi fyrr á dögunum vöktu mikið umtal. Í kjölfar þeirra geystist Þórólfur fram á ritvöllinn og skrifaði grein sem birtist þann 15. júlí í Fréttablaðinu. Þar varpar hann fram þeirri skoðun sinni að eignir Vísis hafi verið gróflega vanmetnar í fyrri efnahagsreikningum og að endurskoðendur fyrirtækisins hafi staðfest ársreikninga sem væru hreinn skáldskapur.

Benti Þórólfur á að þrátt fyr­ir að eigið fé Vís­is hafi numið 6,8 millj­örðum króna í lok árs 2020 sam­kvæmt efna­hags­reikn­ingi hafi það nú verið selt á ríf­lega 20 millj­arða sem þýðir að eigið féið hafi verið vametið um rúma 13 milljarða. Leiddi hann jafn­framt lík­um að því að skekkj­an hafi verið til kom­in vegna af­slátt­ar af veiðigjöld­um sem fyr­ir­tækið fékk.

Birkir svaraði Þórólfi í aðsendri grein í Fréttablaðið fyrir rúmri viku sem kallaði á annað harðort svar frá hagfræðiprófessornum þar sem hann ýjaði að því  Birkir hefði gerst sekur um lögbrot með því að staðfest rangan ársreikning.

Við þessi svigurmæli getur Birkir ekki unað og lýsir því yfir í áðurnefndri grein sem birtist í Fréttablaði dagsins að hann hyggist leggja fram kæru til siðanefndar.

Segir Birkir að Þórólfur hafi mistúlkað orð sín og ítrekað haldið fram ósannindum í grein sinni. Að hans sögn séu endurskoðandi ekki óskeikulir frekar en aðrir menn, ekki einu sinni hag­fræði­prófessorar, og að auðvelt sé að finna dæmi um það.

Hinsvegar sé honum ekki kunnugt um að að endur­skoðandi ís­lensks sjávar­út­vegs­fé­lags hafi verið dæmdur fyrir mis­gjörðir við endur­skoðun þess né að árs­reikninga­skrá hafi gert at­huga­semdir við með­ferð á afla­heimildum í efna­hags­reikningum.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur