Wanda Nara er stödd í fríi á spænsku eyjunni Ibiza þessa stundina.
Hún nýtur lífsins þar í botn. Ljósmyndarar enskra götublaða náðu myndum af henni þar nýlega, eins og sjá má hér neðar.
Wanda er eiginkona og umboðsmaður knattspyrnumannsins Mauro Icardi, sem spilar sem framherji með Paris Saint Germain.
Icardi og Wanda hafa verið í sviðsljósinu frá því þau byrjuðu saman. Það er alltaf nóg um að vera í kringum þau.