Það brutust út slagsmál í gær á milli Ivan Juric, knattspyrnustjóra ítalska liðsins Torino, og Davide Vagnati, yfirmanns íþróttamála hjá félaginu. Myndband af þessu er í dreifingu og má sjá hér neðar.
Á myndbandinu má heyra Vagnati segja „ég bý til hópinn.“ Juric svaraði þessu hins vegar með því að segja „þú býrð ekki til skít.“
Aðeins sautján dagar eru í það að Torino hefji leik í Serie A. Þá mætir liðið nýliðum Monza á útivelli.
Torino hafnaði í tíunda sæti deildarinnar á síðustu leiktíð.
Torino manager Ivan Jurić and sporting director Davide Vagnati got into a fight today, just 17 days before Torino’s season starts.
Vagnati: “I make the squad.”
Jurić: “You don’t make s**t.” pic.twitter.com/7FHYJoeSW1
— Zach Lowy (@ZachLowy) July 27, 2022