fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
433Sport

Everton að stela öðrum liðsfélaga Jóa Berg

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 28. júlí 2022 08:42

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Everton er nálægt því að ganga frá kaupum á Dwight McNeil frá Burnley. Allir helstu miðlar Bretlands segja frá þessu.

Úrvalsdeildarfélagið borgar Burnley, sem féll niður í B-deildina á síðustu leiktíð, 20 milljónir punda fyrir þjónustu kantmannsins.

Þetta er annar leikmaðurinn sem Everton fær frá Burnley í sumar. James Tarkowski kom á frjálsri sölu fyrr í sumar.

Þessi tvö félög háðu einmitt mikla baráttu um að halda sæti sínu í deildinni undir lok tímabils. Að lokum hafði Everton betur.

Everton vildi fá Maxwel Cornet frá Burnley en það tókst ekki. Félagið sneri sér því að hinum 22 ára gamla McNeil.

McNeil kom upp í gegnum unglingastarf Burnley og hefur leikið með félaginu allan sinn meistaraflokksferil. Áður var hann í barnastarfi Manchester United.

Á síðustu leiktíð í ensku úrvalsdeildinni lék McNeil alla leiki Burnley en tókst ekki að skora mark.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Bjarni og Hrafnkell skafa ekki af því – „Það er bara erfitt að horfa á þetta“

Bjarni og Hrafnkell skafa ekki af því – „Það er bara erfitt að horfa á þetta“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Valur staðfestir kaup á Stefáni Gísla – Gerir fimm ára samning

Valur staðfestir kaup á Stefáni Gísla – Gerir fimm ára samning
433Sport
Í gær

Rice um Mbappe: ,,Ég er hreinskilinn náungi“

Rice um Mbappe: ,,Ég er hreinskilinn náungi“
433Sport
Í gær

Íslandsvinurinn hvetur City í að horfa til Liverpool í leit að arftaka Ederson

Íslandsvinurinn hvetur City í að horfa til Liverpool í leit að arftaka Ederson