fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Vanræksla og mistök hjá HSS segir landlæknir

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 28. júlí 2022 09:00

Skúli Tómas Gunnlaugsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það voru alvarlegir gallar á þeirri læknisþjónustu sem var veitt hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, HSS, að því er segir í álitsgerð landlæknis. Vanræksla og mistök áttu sér stað og ekki var farið að klínískum leiðbeiningum.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag og segir að álitsgerðin hafi verið unnin í kjölfar kvörtunar Evu Hauksdóttur. Hún leitaði til embættisins eftir að móðir hennar, sem var til meðferðar á stofnuninni, lést.

Fréttablaðið segir að í álitsgerðinni séu gerðar margar athugasemdir við störf á stofnuninni og eru viðbrögðin við kvörtun Evu sögð „ófullnægjandi og ámælisverð“. Telur Landlæknir að um faglega vanrækslu og mistök hafi verið að ræða varðandi þá heilbrigðisþjónustu sem móðir Evu fékk, „þar sem endurteknum, alvarlegum, bráðum sjúkdómseinkennum var ýmist gefinn enginn eða ófullnægjandi gaumur þegar hún kvartaði endurtekið til HSS á síðustu árum ævinnar“.

Einnig er gerð athugasemd við ummæli læknisins, Skúla Tómasar Gunnlaugssonar, um ófullkomna skráningarmöguleika á meðferðartakmörkunum sem „stingi í stúf við klínískar leiðbeiningar um líknarmeðferð“.

Eins og fram kom á þriðjudaginn þá telur Almar Möller, verjandi Skúla, að matsgerðir sem voru gerðar að kröfu lögreglunnar séu með þeim hætti að líklega hætti lögreglan rannsókn málsins og felli mál Skúla niður. Skúli hefur legið undir grun um að hafa gripið til tilefnislausra lífslokameðferða.

Lögfræðingur Skúla segir að ný gögn sanni sakleysi hans

„Ég er ekki hissa á því. Það er bara einn angi af þessu fúski. Það breytir því ekki að í máli móður minnar þá kemur fram í álitsgerð landlæknis að sú meðferð sem hún fékk hafi borið öll einkenni lífslokameðferðar,“ sagði Eva í samtali við DV á þriðjudaginn um ummæli Almars.

Eva bregst við ummælum verjanda Skúla læknis – Bendir á að Landlæknir taldi móður hennar hafa borið öll einkenni lífslokameðferðar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fjárfestar hafa sölsað undir sig tæplega 90% seldra íbúða á árinu – „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt“

Fjárfestar hafa sölsað undir sig tæplega 90% seldra íbúða á árinu – „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Pawel sakar stjórnvöld um aumingjaskap – „Hvernig væri að kalla stjórnendur þessa miðils í skýrslutöku“

Pawel sakar stjórnvöld um aumingjaskap – „Hvernig væri að kalla stjórnendur þessa miðils í skýrslutöku“
Fréttir
Í gær

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater
Fréttir
Í gær

Dómur kveðinn upp yfir Kourani – Hefur brotið af sér og ofsótt fólk árum saman

Dómur kveðinn upp yfir Kourani – Hefur brotið af sér og ofsótt fólk árum saman
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Drama í ófullgerðu fjöleignarhúsi – Ósátt við nýju veggina og neituðu að færa bílana

Drama í ófullgerðu fjöleignarhúsi – Ósátt við nýju veggina og neituðu að færa bílana