fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
433Sport

2. deild: Njarðvík tapaði óvænt sínum fyrsta leik – Þróttur og Ægir í harðri baráttu

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 27. júlí 2022 22:44

Mynd: Njarðvík

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Njarðvík tapaði sínum fyrsta leik í 2. deild karla í kvöld er liðið mætti Víkingi Ólafsvík í 14. umferð sumarsins.

Njarðvík var fyrir leikinn á toppnum taplaust með 37 stig en Víkingar unnu óvæntan 3-1 sigur.

Björn Axel Guðjónsson skoraði tvö mörk fyrir Víkingana sem eru nú með 15 stig í áttunda sæti deildarinnar.

Þróttur R. er í öðru sætinu eftir 2-1 sigur á ÍR á sama tíma. Ægir er með 29 stig líkt og Þróttur en það fyrrnefnda gerði 1-1 jafntefli við Reyni Sandgerði.

Reynir er í fallsæti með sjö stig, einu stigi meira en botnlið Magna sem tapaði 3-0 gegn Hetti/Huginn.

Völsungur vann þá lið KFA 5-2 og Haukar unnu 1-0 sigur á KF.

Njarðvík 1 – 3 Víkingur Ó.
1-0 Oumar Diouck (’16 )
1-1 Björn Axel Guðjónsson (’37 )
1-2 Björn Axel Guðjónsson (’58 )
1-3 Andri Þór Sólbergsson (’85 )

ÍR 1 – 2 Þróttur R.
0-1 Kostiantyn Iaroshenko (’32 )
0-2 Sam Hewson (’48 )
1-2 Sveinn Gísli Þorkelsson (’63 )

Höttur/Huginn 3 – 0 Magni
1-0 Rafael Victor (’13 )
2-0 Rafael Victor (’90 )
3-0 Arnór Snær Magnússon (’90 )

Ægir 1 – 1 Reynir S.
1-0 Cristofer Rolin (’68 )
1-1 Magnús Magnússon (’90 )

Völsungur 5 – 2 KFA
1-0 Ólafur Jóhann Steingrímsson (‘7 )
1-1 Inigo Arruti (’28 )
2-1 Áki Sölvason (’32, víti)
3-1 Áki Sölvason (’33 )
4-1 Ólafur Jóhann Steingrímsson (’55 )
5-1 Áki Sölvason (’64 )
5-2 Vice Kendes (’70 )

KF 0 – 1 Haukar
0-1 Anton Freyr Hauks Guðlaugsson (’72 )

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Bjarni og Hrafnkell skafa ekki af því – „Það er bara erfitt að horfa á þetta“

Bjarni og Hrafnkell skafa ekki af því – „Það er bara erfitt að horfa á þetta“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Valur staðfestir kaup á Stefáni Gísla – Gerir fimm ára samning

Valur staðfestir kaup á Stefáni Gísla – Gerir fimm ára samning
433Sport
Í gær

Rice um Mbappe: ,,Ég er hreinskilinn náungi“

Rice um Mbappe: ,,Ég er hreinskilinn náungi“
433Sport
Í gær

Íslandsvinurinn hvetur City í að horfa til Liverpool í leit að arftaka Ederson

Íslandsvinurinn hvetur City í að horfa til Liverpool í leit að arftaka Ederson