Njarðvík tapaði sínum fyrsta leik í 2. deild karla í kvöld er liðið mætti Víkingi Ólafsvík í 14. umferð sumarsins.
Njarðvík var fyrir leikinn á toppnum taplaust með 37 stig en Víkingar unnu óvæntan 3-1 sigur.
Björn Axel Guðjónsson skoraði tvö mörk fyrir Víkingana sem eru nú með 15 stig í áttunda sæti deildarinnar.
Þróttur R. er í öðru sætinu eftir 2-1 sigur á ÍR á sama tíma. Ægir er með 29 stig líkt og Þróttur en það fyrrnefnda gerði 1-1 jafntefli við Reyni Sandgerði.
Reynir er í fallsæti með sjö stig, einu stigi meira en botnlið Magna sem tapaði 3-0 gegn Hetti/Huginn.
Völsungur vann þá lið KFA 5-2 og Haukar unnu 1-0 sigur á KF.
Njarðvík 1 – 3 Víkingur Ó.
1-0 Oumar Diouck (’16 )
1-1 Björn Axel Guðjónsson (’37 )
1-2 Björn Axel Guðjónsson (’58 )
1-3 Andri Þór Sólbergsson (’85 )
ÍR 1 – 2 Þróttur R.
0-1 Kostiantyn Iaroshenko (’32 )
0-2 Sam Hewson (’48 )
1-2 Sveinn Gísli Þorkelsson (’63 )
Höttur/Huginn 3 – 0 Magni
1-0 Rafael Victor (’13 )
2-0 Rafael Victor (’90 )
3-0 Arnór Snær Magnússon (’90 )
Ægir 1 – 1 Reynir S.
1-0 Cristofer Rolin (’68 )
1-1 Magnús Magnússon (’90 )
Völsungur 5 – 2 KFA
1-0 Ólafur Jóhann Steingrímsson (‘7 )
1-1 Inigo Arruti (’28 )
2-1 Áki Sölvason (’32, víti)
3-1 Áki Sölvason (’33 )
4-1 Ólafur Jóhann Steingrímsson (’55 )
5-1 Áki Sölvason (’64 )
5-2 Vice Kendes (’70 )
KF 0 – 1 Haukar
0-1 Anton Freyr Hauks Guðlaugsson (’72 )