Albert Guðmundsson, leikmaður Genoa, komst á blað í dag er liðið spilaði við Lazio í æfingaleik.
Albert og félagar höfðu betur með fjórum mörkum gegn einu og skoraði landsliðsmaðurinn fjórða markið.
Sóknarmaðurinn kom boltanum í netið á 54. mínútu en hann gerði markið af vítapunktinum.
Ciro Immobile gerði eina mark Lazio sem telfdi upp sterku liði en gerði margar breytingar í seinni hálfleik.
Genoa leikur í næst efstu deild Ítalíu á næstu leiktíð eftir fall í vetur.