Luis Suarez, fyrrum leikmaður Liverpool og Barcelona, er kominn aftur heim eftir margra ára fjarveru.
Suarez lék síðast með Atletico Madrid frá 2020 til 2022 en varð samningslaus þar í sumar.
Framherjinn hefur nú skrifað undir samning við Nacional í Úrúgvæ en þar hóf hann meistaraflokks ferilinn.
Suarez lék með Nacional frá 2001 til 2006 áður en hann hélt til Groningen í Hollandi og síðar Ajax.
Suarez er orðinn 35 ára gamall en hann hefur undanfarin ár raðað inn mörkum í Evrópu og á að baki 132 landsleiki fyrir Úrúgvæ.